Eiður: Mourinho góður kostur fyrir Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 14:18 Eiður Smári fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form." Spænski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form."
Spænski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira