Seðlabankastjórarnir ósammála 8. mars 2008 08:19 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum. Stýrivextir í Bandaríkjunum standa nú í 3,0 prósentum en þeir voru 5,25 prósent í enda fyrrasumars þegar lækkanaferlið hófst vestanhafs. Stýrivextir á evrusvæðinu eru hins vegar 4,0 prósent og hafa staðið í stað síðan í ágúst í fyrra. Báðir bankarnir hafa hins vegar brugðist við þeirri lausafjárþurrð sem skapast hefur í kjölfar vanskila og afskrifta á undirmálslánum í Bandaríkjunum með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækkun millibankavaxta. Breska dagblaðið Daily Telegraph segir í dag að líkur á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum hafi aukist umtalsvert í vikunni, ekki síst í gær þar sem upplýst var að atvinnulausum hafi fjölgað um 63 þúsund í síðasta mánuði og eignaupptökumálum vegna vanskila á bandarískum fasteignalánum hafi fjölgað til muna. Blaðið segir bandaríska seðlabankann undrast mjög síðustu vaxtaákvörðun evrópska seðlabankans frá á fimmtudag en þá var vöxtum haldið óbreyttum enn á ný. Vísað var til hárrar verðbólgu, 3,2 prósenta, evrusvæðinu í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Á sama tíma hefur hagvöxtur dregist saman á Ítalíu og mjög hægt á fasteignamarkaði á Spáni og Írlandi, að sögn Telegraph. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, hefur hins vegar lagt áherslu á að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en verðbólga gefi fyrst undan. Telegraph segir fjölda seðlabanka víða um heim hafa lækkað stýrivexti sína vegna ástandsins á fjármálamörkuðum upp á síðkastið og þyki bandaríska seðlabankanum undarlegt að sá evrópski þráist við. Ósamræmi í aðgerðum bankanna geti grafið undan tiltrú á bankastjórnina. Breska blaðið Guardian bætir því við að útlit sé fyrir að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar á næstunni, um 50 punkta hið minnsta. Nauðsynlegt sé að boða stýrivaxtalækkun á ný mjög fljótlega eftir næstu vaxtaákvörðun eigi að komast hjá frekari taugatitringi í röðum fjárfesta, jafnvel boða til neyðarfundarlækkunar á milli funda líkt og í janúar. Næsti vaxtaákvörðunardagur bandaríska seðlabankans er 18. mars næstkomandi. Telegraph segir ekki útilokað að stýrivextir í Bandaríkjunum verði lækkaðir niður í allt að eitt prósent á árinu vegna ástandsins á fjármálamörkuðum. Hlutabréfavísitölur tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,22 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,36 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum. Stýrivextir í Bandaríkjunum standa nú í 3,0 prósentum en þeir voru 5,25 prósent í enda fyrrasumars þegar lækkanaferlið hófst vestanhafs. Stýrivextir á evrusvæðinu eru hins vegar 4,0 prósent og hafa staðið í stað síðan í ágúst í fyrra. Báðir bankarnir hafa hins vegar brugðist við þeirri lausafjárþurrð sem skapast hefur í kjölfar vanskila og afskrifta á undirmálslánum í Bandaríkjunum með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækkun millibankavaxta. Breska dagblaðið Daily Telegraph segir í dag að líkur á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum hafi aukist umtalsvert í vikunni, ekki síst í gær þar sem upplýst var að atvinnulausum hafi fjölgað um 63 þúsund í síðasta mánuði og eignaupptökumálum vegna vanskila á bandarískum fasteignalánum hafi fjölgað til muna. Blaðið segir bandaríska seðlabankann undrast mjög síðustu vaxtaákvörðun evrópska seðlabankans frá á fimmtudag en þá var vöxtum haldið óbreyttum enn á ný. Vísað var til hárrar verðbólgu, 3,2 prósenta, evrusvæðinu í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Á sama tíma hefur hagvöxtur dregist saman á Ítalíu og mjög hægt á fasteignamarkaði á Spáni og Írlandi, að sögn Telegraph. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, hefur hins vegar lagt áherslu á að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en verðbólga gefi fyrst undan. Telegraph segir fjölda seðlabanka víða um heim hafa lækkað stýrivexti sína vegna ástandsins á fjármálamörkuðum upp á síðkastið og þyki bandaríska seðlabankanum undarlegt að sá evrópski þráist við. Ósamræmi í aðgerðum bankanna geti grafið undan tiltrú á bankastjórnina. Breska blaðið Guardian bætir því við að útlit sé fyrir að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar á næstunni, um 50 punkta hið minnsta. Nauðsynlegt sé að boða stýrivaxtalækkun á ný mjög fljótlega eftir næstu vaxtaákvörðun eigi að komast hjá frekari taugatitringi í röðum fjárfesta, jafnvel boða til neyðarfundarlækkunar á milli funda líkt og í janúar. Næsti vaxtaákvörðunardagur bandaríska seðlabankans er 18. mars næstkomandi. Telegraph segir ekki útilokað að stýrivextir í Bandaríkjunum verði lækkaðir niður í allt að eitt prósent á árinu vegna ástandsins á fjármálamörkuðum. Hlutabréfavísitölur tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,22 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,36 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira