Seðlabankastjórarnir ósammála 8. mars 2008 08:19 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum. Stýrivextir í Bandaríkjunum standa nú í 3,0 prósentum en þeir voru 5,25 prósent í enda fyrrasumars þegar lækkanaferlið hófst vestanhafs. Stýrivextir á evrusvæðinu eru hins vegar 4,0 prósent og hafa staðið í stað síðan í ágúst í fyrra. Báðir bankarnir hafa hins vegar brugðist við þeirri lausafjárþurrð sem skapast hefur í kjölfar vanskila og afskrifta á undirmálslánum í Bandaríkjunum með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækkun millibankavaxta. Breska dagblaðið Daily Telegraph segir í dag að líkur á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum hafi aukist umtalsvert í vikunni, ekki síst í gær þar sem upplýst var að atvinnulausum hafi fjölgað um 63 þúsund í síðasta mánuði og eignaupptökumálum vegna vanskila á bandarískum fasteignalánum hafi fjölgað til muna. Blaðið segir bandaríska seðlabankann undrast mjög síðustu vaxtaákvörðun evrópska seðlabankans frá á fimmtudag en þá var vöxtum haldið óbreyttum enn á ný. Vísað var til hárrar verðbólgu, 3,2 prósenta, evrusvæðinu í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Á sama tíma hefur hagvöxtur dregist saman á Ítalíu og mjög hægt á fasteignamarkaði á Spáni og Írlandi, að sögn Telegraph. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, hefur hins vegar lagt áherslu á að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en verðbólga gefi fyrst undan. Telegraph segir fjölda seðlabanka víða um heim hafa lækkað stýrivexti sína vegna ástandsins á fjármálamörkuðum upp á síðkastið og þyki bandaríska seðlabankanum undarlegt að sá evrópski þráist við. Ósamræmi í aðgerðum bankanna geti grafið undan tiltrú á bankastjórnina. Breska blaðið Guardian bætir því við að útlit sé fyrir að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar á næstunni, um 50 punkta hið minnsta. Nauðsynlegt sé að boða stýrivaxtalækkun á ný mjög fljótlega eftir næstu vaxtaákvörðun eigi að komast hjá frekari taugatitringi í röðum fjárfesta, jafnvel boða til neyðarfundarlækkunar á milli funda líkt og í janúar. Næsti vaxtaákvörðunardagur bandaríska seðlabankans er 18. mars næstkomandi. Telegraph segir ekki útilokað að stýrivextir í Bandaríkjunum verði lækkaðir niður í allt að eitt prósent á árinu vegna ástandsins á fjármálamörkuðum. Hlutabréfavísitölur tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,22 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,36 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum. Stýrivextir í Bandaríkjunum standa nú í 3,0 prósentum en þeir voru 5,25 prósent í enda fyrrasumars þegar lækkanaferlið hófst vestanhafs. Stýrivextir á evrusvæðinu eru hins vegar 4,0 prósent og hafa staðið í stað síðan í ágúst í fyrra. Báðir bankarnir hafa hins vegar brugðist við þeirri lausafjárþurrð sem skapast hefur í kjölfar vanskila og afskrifta á undirmálslánum í Bandaríkjunum með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækkun millibankavaxta. Breska dagblaðið Daily Telegraph segir í dag að líkur á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum hafi aukist umtalsvert í vikunni, ekki síst í gær þar sem upplýst var að atvinnulausum hafi fjölgað um 63 þúsund í síðasta mánuði og eignaupptökumálum vegna vanskila á bandarískum fasteignalánum hafi fjölgað til muna. Blaðið segir bandaríska seðlabankann undrast mjög síðustu vaxtaákvörðun evrópska seðlabankans frá á fimmtudag en þá var vöxtum haldið óbreyttum enn á ný. Vísað var til hárrar verðbólgu, 3,2 prósenta, evrusvæðinu í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Á sama tíma hefur hagvöxtur dregist saman á Ítalíu og mjög hægt á fasteignamarkaði á Spáni og Írlandi, að sögn Telegraph. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, hefur hins vegar lagt áherslu á að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en verðbólga gefi fyrst undan. Telegraph segir fjölda seðlabanka víða um heim hafa lækkað stýrivexti sína vegna ástandsins á fjármálamörkuðum upp á síðkastið og þyki bandaríska seðlabankanum undarlegt að sá evrópski þráist við. Ósamræmi í aðgerðum bankanna geti grafið undan tiltrú á bankastjórnina. Breska blaðið Guardian bætir því við að útlit sé fyrir að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar á næstunni, um 50 punkta hið minnsta. Nauðsynlegt sé að boða stýrivaxtalækkun á ný mjög fljótlega eftir næstu vaxtaákvörðun eigi að komast hjá frekari taugatitringi í röðum fjárfesta, jafnvel boða til neyðarfundarlækkunar á milli funda líkt og í janúar. Næsti vaxtaákvörðunardagur bandaríska seðlabankans er 18. mars næstkomandi. Telegraph segir ekki útilokað að stýrivextir í Bandaríkjunum verði lækkaðir niður í allt að eitt prósent á árinu vegna ástandsins á fjármálamörkuðum. Hlutabréfavísitölur tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,22 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,36 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf