Þriðja lengsta sigurganga sögunnar hjá Houston 11. mars 2008 09:42 Tracy McGrady og félagar hjá Houston eru að rita nafn sitt í sögubækur NBA NordcPhotos/GettyImages Lið Houston Rockets hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt. Liðið vann 19. leikinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á New Jersey 91-73 á heimavelli og er þetta þriðja lengsta sigurganga allra tíma í NBA. Tracy McGrady var stigahæstur í jöfnu liði Houston með 19 stig, en hann þurfti ekki að spila nema tæpa þrjá fjórðunga áður en hann fékk að hvíla sig og úrslit leiksins voru ráðin. Vince Carter skoraði mest hjá New Jersey, 13 stig. Houston jafnaði í nótt árangur Lakers liðsins frá því um aldamótin yfir þriðju lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA og vantar nú sigur gegn Atlanta á útivelli í næsta leik til að jafna næst lengstu sigurgöngu allra tíma, en það var 20 leikja sigurganga gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1970-70. Liðið á þó enn langt í land með að ná ótrúlegu meti LA Lakers frá leiktíðinni 1971-72 þegar það lið vann hvorki meira né minna en 33 leiki í röð. Cleveland lagði Portland 88-80 á heimavelli með góðum endaspretti. LeBron James náði enn einni þrennunni í vetur þegar hann skoraði 24 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en LaMarcus Aldridge skoraði 25 stig fyrir Portland. Orlando lagði Atlanta 123-112. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando og Tyrkinn Hedo Turkoglu náði þrefaldri tvennu með 23 stigum, 13 stoðsendingum og 10 fráköstum. Joe Johnson skoraði 20 af 27 stigum sínum í fyrri hálfleik fyrir Atlanta. Boston varð í nótt fyrsta liðið í NBA í vetur til að vinna 50 leiki þegar það skellti Philadelphia örugglega á útivelli 100-86. Kevin Garnett var góður í liði Boston og skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst, en Andre Miller skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem hafði verið á góðri rispu fyrir leikinn. Sam Cassell lék í nótt sinn fyrsta leik fyrir Boston eftir að hann gekk í raðir liðsins frá LA Clippers, en náði sér aldrei á strik. Miami tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá heima fyrir LA Clippers 99-98. Cuttino Mobley skoraði 29 stig fyrir Clippers en Ricky Davis var með 27 stig hjá Miami. Dallas burstaði New York á heimavelli 108-79. Dirk Nowitzki og Jason Terry skoruðu 18 stig hvor í jöfnu liði Dallas en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 14 fráköst fyrir New York. Loks hefndi San Antonio fyrir tap gegn Denver um helgina með því að vinna sigur í öðrum leik liðanna á nokkrum dögum á heimavelli í nótt 107-103. Tim Duncan var óstöðvandi hjá San Antonio með 23 stig og 18 fráköst og Manu Ginobili gaf 14 stoðsendingar. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Denver. Staðan í NBA NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Lið Houston Rockets hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt. Liðið vann 19. leikinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á New Jersey 91-73 á heimavelli og er þetta þriðja lengsta sigurganga allra tíma í NBA. Tracy McGrady var stigahæstur í jöfnu liði Houston með 19 stig, en hann þurfti ekki að spila nema tæpa þrjá fjórðunga áður en hann fékk að hvíla sig og úrslit leiksins voru ráðin. Vince Carter skoraði mest hjá New Jersey, 13 stig. Houston jafnaði í nótt árangur Lakers liðsins frá því um aldamótin yfir þriðju lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA og vantar nú sigur gegn Atlanta á útivelli í næsta leik til að jafna næst lengstu sigurgöngu allra tíma, en það var 20 leikja sigurganga gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1970-70. Liðið á þó enn langt í land með að ná ótrúlegu meti LA Lakers frá leiktíðinni 1971-72 þegar það lið vann hvorki meira né minna en 33 leiki í röð. Cleveland lagði Portland 88-80 á heimavelli með góðum endaspretti. LeBron James náði enn einni þrennunni í vetur þegar hann skoraði 24 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en LaMarcus Aldridge skoraði 25 stig fyrir Portland. Orlando lagði Atlanta 123-112. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando og Tyrkinn Hedo Turkoglu náði þrefaldri tvennu með 23 stigum, 13 stoðsendingum og 10 fráköstum. Joe Johnson skoraði 20 af 27 stigum sínum í fyrri hálfleik fyrir Atlanta. Boston varð í nótt fyrsta liðið í NBA í vetur til að vinna 50 leiki þegar það skellti Philadelphia örugglega á útivelli 100-86. Kevin Garnett var góður í liði Boston og skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst, en Andre Miller skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem hafði verið á góðri rispu fyrir leikinn. Sam Cassell lék í nótt sinn fyrsta leik fyrir Boston eftir að hann gekk í raðir liðsins frá LA Clippers, en náði sér aldrei á strik. Miami tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá heima fyrir LA Clippers 99-98. Cuttino Mobley skoraði 29 stig fyrir Clippers en Ricky Davis var með 27 stig hjá Miami. Dallas burstaði New York á heimavelli 108-79. Dirk Nowitzki og Jason Terry skoruðu 18 stig hvor í jöfnu liði Dallas en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 14 fráköst fyrir New York. Loks hefndi San Antonio fyrir tap gegn Denver um helgina með því að vinna sigur í öðrum leik liðanna á nokkrum dögum á heimavelli í nótt 107-103. Tim Duncan var óstöðvandi hjá San Antonio með 23 stig og 18 fráköst og Manu Ginobili gaf 14 stoðsendingar. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Denver. Staðan í NBA
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira