Erlent

Fjórða hver unglingsstúlka í Bandaríkjunum með kynsjúkdóm

Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum í Bandaríkjunum á er með kynsjúkdóm. Algengasti sjúkdómurinn er vírus sem veldur leghálskrabba.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var á rúmlega 800 stúlkum á aldrinum fjórtán til nítján ára í Bandaríkjunum. Raunar er hlutfallið enn hærra meðal blökkustúlkna eða hátt í 50%. Minnst var hlutfallið meðal stúlkna af mexíkönskum uppruna eða 20%. Fyrir utan vírusinn eru klamidýa og herpes meðal algengustu sjúkdómanna.

Það var Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sem stóð að rannsókninni sem er sú fyrsta sinnar tegundar í landinu. Alvarlegasta smitið er vírusinn HPV sem getur valið krabbameini í leghálsi.

David Fenton talsmaður Smitsjúkdómastofnunarinnar segir að nauðsynlegt sé að gera bólusetningu gegn HPV hjá stúlkum á áldrinum 11 til 12 ára að forgangsverkefni í heilbrigðiskerfinu.

Ástæður þessa háa hlutfalls af smituðum stúkum er meðal annars talið að í skólakerfnu er aðaláherslan lögð á að unglingar stundi yfir höfuð ekkert kynlíf í stað þess að kenna þeim að stunda öruggt kynlíf og hvernig megi varast það að smitast af kynsjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×