Gullverð í methæðum og hlutabréfin niður 13. mars 2008 14:00 Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. Þá á viðvarandi lækkun á gengi bandaríkjadals stóran hlut að máli. Fjárfestar hafa í miklu mæli fjárfest í hrávörumarkaði en það þykir skjól í því veðravíti sem varað hefur á fjármála- og hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði. Gullverðið rauk upp um 32 prósent á síðasta ári en hefur á þeim tæpu þremur mánuðum sem liðnir eru af þessu ári hækkað um tuttugu prósent. Fjármálasérfræðingar reikna með að verðið haldist hátt svo lengi sem gengi bandaríkjadals sé lágur og bandarískt efnahagslíf veikt. Enn hefur þrengt að hjá fjárfestum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan féll um rúm þrjú prósent og evrópskir markaðir hafa staðið á rauðu, þar á meðal hér. Þá hófust viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði fyrir nokkrum mínútum síðan. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, sem birti afkomutölur sínar í gærkvöldi, hefur fallið um 5,18 prósent og stendur gengið í 1,83 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. Þá á viðvarandi lækkun á gengi bandaríkjadals stóran hlut að máli. Fjárfestar hafa í miklu mæli fjárfest í hrávörumarkaði en það þykir skjól í því veðravíti sem varað hefur á fjármála- og hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði. Gullverðið rauk upp um 32 prósent á síðasta ári en hefur á þeim tæpu þremur mánuðum sem liðnir eru af þessu ári hækkað um tuttugu prósent. Fjármálasérfræðingar reikna með að verðið haldist hátt svo lengi sem gengi bandaríkjadals sé lágur og bandarískt efnahagslíf veikt. Enn hefur þrengt að hjá fjárfestum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan féll um rúm þrjú prósent og evrópskir markaðir hafa staðið á rauðu, þar á meðal hér. Þá hófust viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði fyrir nokkrum mínútum síðan. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, sem birti afkomutölur sínar í gærkvöldi, hefur fallið um 5,18 prósent og stendur gengið í 1,83 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Með hollustu að leiðarljósi Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira