Handbolti

Fram tók annað sætið af Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson skoraði tvö mörk fyrir Fram í kvöld.
Einar Ingi Hrafnsson skoraði tvö mörk fyrir Fram í kvöld. Mynd/Anton

Fram vann í kvöld tveggja marka sigur á Val, 29-27, og komst þar með í annað sæti N1-deildar karla á kostnað Íslandsmeistara Vals.

Haukar eru á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Fram og eiga þar að auki leik til góða.

Fram er með 28 stig og Valur með 27 stig.

Staðan í leiknum var jöfn, 27-27, þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og Björgvin Gústavsson varði vítakast á lokamínútu leiksins.

Rúnar Kárason skoraði tíu mörk fyrir Fram og Baldvin Þorsteinsson sex fyrir Val.

Stjarnan vann sigur á Aftureldingu á heimavelli, 34-25, en staðan í hálfleik var 16-11.

Heimir Örn Árnason fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði tólf mörk. Vilhjálmur Halldórsson kom næstur með átta mörk þeir einir skoruðu fleiri en tvö mörk í leiknum í liði Stjörnunnar.

Jóhann Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu en þeir Ásgeir Jónsson og Ingimar Jónsson fjögur hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×