Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 15:45 Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur. Mynd/Elísabet Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. Hann verður meðal þátttakenda á móti á Madeira í Portúgal. Birgir Leifur sagði í samtali við Vísi að það væri gott að fá að spila á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan á opna Joburg-mótinu í Suður-Afríku í upphafi ársins. „Þetta leggst afar vel í mig enda kominn tími til að spila aftur. Ég er bara mjög spenntur," sagði hann. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekkert í toppformi og var ég svolítið ryðgaður í morgun en þetta er fljótt að koma. Ég hef engar áhyggjur." Átta mót hafa farið fram í Asíu síðan að keppt var í Suður-Afríku en Birgi bauðst að keppa á tveimur þeirra. „Ég var að glíma við smá meiðsli og vildi því frekar gefa mér tíma til að jafna mig á þeim og koma mér í gott form fyrir mótin í Evrópu." „Það var ýmislegt sem ég þurfti að vinna í frá mjöðm og alveg upp í háls. Ég hef því ekki verið að spila mikið golf að undanförnu en þeim mun meira verið í líkamsrækt." Hann segist því ætla að byrja fremur rólega á mótinu í Portúgal. „Ég ætla að reyna að vera öruggur í mínum leik - spila hverja holu upp á par og forðast stór mistök. Ég sé svo til hvernig það þróast." Fyrstu tvær helgarnar eftir páska verða mót bæði á Spáni og í Portúgal og reiknar Birgir Leifur með að vera með á þeim báðum. Að þeim loknum snýr Evrópamótaröðin aftur til Asíu en tvö mót fara fram í Kína í apríl. „Ég reikna ekki með að fara þangað. Ég þyrfti alla vega að ná mjög góðum árangri hér til þess. En eftir það ætti ég að fá fleiri mót. En þetta ár stefnir reyndar í að vera stórfurðulegt að því leyti að ég veit í raun ekkert um hvaða mótum ég fæ að keppa á. Ég fæ ekki nógu mikið úr þeim þátttökurétti sem ég fékk í undankeppninni og þarf að vinna mér upp úr þeim. Til þess þarf ég að nýta tækifærin afar vel sem ég fæ í sumar." Mótið í Madeira er annað minnsta mótið á mótaröðinni og segir Birgir Leifur að það sé fínt að byrja á því áður en lengra er haldið. „Þó mótið sé ekki mjög sterkt sem slíkt eru þarna kylfingar sem geta allir spilað mjög vel. Hérna eru allir mjög spenntir og ætla sjálfsagt allir að standa sig vel." Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. Hann verður meðal þátttakenda á móti á Madeira í Portúgal. Birgir Leifur sagði í samtali við Vísi að það væri gott að fá að spila á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan á opna Joburg-mótinu í Suður-Afríku í upphafi ársins. „Þetta leggst afar vel í mig enda kominn tími til að spila aftur. Ég er bara mjög spenntur," sagði hann. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekkert í toppformi og var ég svolítið ryðgaður í morgun en þetta er fljótt að koma. Ég hef engar áhyggjur." Átta mót hafa farið fram í Asíu síðan að keppt var í Suður-Afríku en Birgi bauðst að keppa á tveimur þeirra. „Ég var að glíma við smá meiðsli og vildi því frekar gefa mér tíma til að jafna mig á þeim og koma mér í gott form fyrir mótin í Evrópu." „Það var ýmislegt sem ég þurfti að vinna í frá mjöðm og alveg upp í háls. Ég hef því ekki verið að spila mikið golf að undanförnu en þeim mun meira verið í líkamsrækt." Hann segist því ætla að byrja fremur rólega á mótinu í Portúgal. „Ég ætla að reyna að vera öruggur í mínum leik - spila hverja holu upp á par og forðast stór mistök. Ég sé svo til hvernig það þróast." Fyrstu tvær helgarnar eftir páska verða mót bæði á Spáni og í Portúgal og reiknar Birgir Leifur með að vera með á þeim báðum. Að þeim loknum snýr Evrópamótaröðin aftur til Asíu en tvö mót fara fram í Kína í apríl. „Ég reikna ekki með að fara þangað. Ég þyrfti alla vega að ná mjög góðum árangri hér til þess. En eftir það ætti ég að fá fleiri mót. En þetta ár stefnir reyndar í að vera stórfurðulegt að því leyti að ég veit í raun ekkert um hvaða mótum ég fæ að keppa á. Ég fæ ekki nógu mikið úr þeim þátttökurétti sem ég fékk í undankeppninni og þarf að vinna mér upp úr þeim. Til þess þarf ég að nýta tækifærin afar vel sem ég fæ í sumar." Mótið í Madeira er annað minnsta mótið á mótaröðinni og segir Birgir Leifur að það sé fínt að byrja á því áður en lengra er haldið. „Þó mótið sé ekki mjög sterkt sem slíkt eru þarna kylfingar sem geta allir spilað mjög vel. Hérna eru allir mjög spenntir og ætla sjálfsagt allir að standa sig vel."
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira