Boston kláraði Texas þríhyrninginn með stæl 21. mars 2008 05:27 Paul Pierce og félagar hafa verið í sérflokki í NBA í vetur NordcPhotos/GettyImages Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira