Handbolti

Góður sigur á Serbum

Mynd/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 20 ára vann í dag frækinn sigur á Serbum 29-27 í þriðja leik sínum í undankeppni HM. Leikið var í Digranesi.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan jöfn 15-15 að honum loknum. Íslenska liðið náði fljótlega fjögurra marka forystu í síðari hálfleiknum og hafði yfir 27-20 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Serbarnir komust inn í leikinn á ný en íslensku stúlkurnar náðu að halda sínu og landa sigrinum í góðri stemmingu í Digranesi.

Mörk Íslands: Karólína Gunnarsdóttir 7, Stella Sigurðardóttir 6(4), Rut Jónsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 2, Sara Sigurðardóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1 og Auður Jónsdóttir 1.

Ólöf Ragnarsdóttir var frábær í íslenska markinu og verði 19 bolta og þar af 3 víti.

Þá vann U-20 landslið karla líka góðan sigur í dag þar sem það lagði Belga örugglega 36-26 í undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi. Íslenska liðið hafði fimm marka forystu í hálfleik 17-12 og mætir heimamönnum Þjóðverjum á morgun. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum.

Mörk Íslands skoruðu: Rúnar Kárason 8, Oddur Grétarsson 6, Aron Pálmarsson 6, Ólafur Gústafsson 5, Guðmundur Árni Ólafsson 4(2), Ásbjörn Friðriksson 2, Hjálmar Arnarsson 2, Þröstur Þráinsson 1, Anton Rúnarsson 1 og Þrándur Gíslason 1.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×