Jakob Jóhann Sveinsson var aðeins fimm hundraðshlutum úr sekúndu frá því að bæta eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í Eindhoven í morgun.
Hann synti á 28,74 sekúndum í morgun og hefði þurft að synda fjórðungi úr sekúndu betur til að komast í undanúrslit. Hann varð í 20.-22. sæti í keppninni.
Þar með hafa Íslendingar lokið keppni í dag en allir verða þeir í eldlínunni á morgun fyrir utan Jakob Jóhann. Örn Arnarson keppir í 50 m skriðsundi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í sömu grein og Sigrún Brá Sverrisdóttir í 200 m flugsundi.