Körfubolti

Valur mætir FSu í úrslitunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Hodgson, leikmaður og þjálfari Vals.
Robert Hodgson, leikmaður og þjálfari Vals. Mynd/Arnþór

Valur vann í dag fimmtán stiga sigur á Ármanni/Þrótti í Laugardalshöll, 95-80, og á því enn möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild.

Breiðablik var þegar búið að tryggja sér sæti í efstu deild með því að verða deildarmeistari í 1. deild karla en næstu fjögur liðin á eftir taka þátt í úrslitakeppni um hitt sætið sem í boði er.

Fyrr í dag vann FSu sigur á Haukum og þar með einvígið, 2-0. Valur vann sömuleiðis sitt einvígi við Ármann/Þrótt, 2-0.

FSu og Valur mætast því í einvígi um að fylgja Blikum upp í efstu deild. FSu verður með heimavallarréttinn þar sem liðið náði öðru sæti í deildinni og var tveimur stigum á undan Val sem varð í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×