Fótbolti

Cagliari fékk þrjú stig til baka

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Cagliari.
Leikmenn Cagliari.

Cagliari komst í dag úr botnsæti ítölsku deildarinnar þegar liðið endurheimti þrjú stig sem búið var að dæma af þeim. Stigin voru tekin af félaginu þegar það greip til ólögmætra aðgerða gegn Gianluca Grassadonia.

Grassadonia er fyrrum leikmaður Cagliari en hann talaði illa um félagið í fjölmiðlum. Cagliari áfrýjaði úrskurðinum þar sem Grassadonia er ekki lengur leikmaður félagsins og heyrir því ekki undir íþróttadómstólinn.

Áfrýjunin vannst og Cagliari fékk því stigin þrjú til baka. Liðið komst því af botninum og er nú með 28 stig í þriðja neðsta sæti. Empoli er nú í botnsætinu með 26 en Reggina hefur 27 stig þegar átta umferðir eru eftir á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×