Fótbolti

Tveggja ára bann fyrir flöskukast

Elvar Geir Magnússon skrifar
Armando Riviero, markvörður Bilbao, eftir að hafa fengið flöskuna í hausinn.
Armando Riviero, markvörður Bilbao, eftir að hafa fengið flöskuna í hausinn.

Stuðningsmaður Real Betis sem kastaði flösku í höfuð markvarðar Athletic Bilbao hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá knattspyrnuvöllum á Spáni. Þá fékk hann sekt upp á 1,2 milljónir krónar.

Bilbao var að vinna Betis 2-1 þegar leik var hætt eftir að stuðningsmaðurinn kastaði flöskunni. Dæmt var að það yrðu úrslit leiksins.

Áhorfendur sáu til þess að lögreglan gat handtekið þann stuðningsmann sem kastaði flöskunni. Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×