NBA í nótt: Denver í áttunda sætið 30. mars 2008 03:31 Kenyon Martin skoraði 30 stig fyrir Denver í nótt og hefur ekki skorað meira í leik í fimm ár NordcPhotos/GettyImages Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira