Sigrar hjá United og Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 20:35 Wayne Roony fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti