Erlent

Risaeðlupöddur finnast í rafi

Vísindamenn hafa fundið fjöldan allan af 100 milljón ára gömlum skordýrum í rafi. Fundurinn minnir á myndina Jurassic Park en í henni voru risaeðlur klónaðar úr blóði skordýrum sem fest höfðu í trjákvoðu sem seinna breyttist í raf.

Ný tækni, þar sem notuð er risavaxin geislamyndavél, hefur gert vísindamönnum kleyft að skyggnast inn í rafmola og sjá hvað þar er að finna.

Þótt skordýr þau sem hér um ræðir hafi verið uppi á tímum risaeðlanna er stærð þeirra í miklu ósamræmi við eðlurnar. Skordýrin eru ekki nema nokkrir millimetrar að stærð en fundist hafa vespur, flugur, maurar og kóngulær.

Vísindamenn segja að hina smá stærð þeirra helgist af því að stærri skordýr hefðu átt möguleika á að losa sig úr trjákvoðunni á sínum tíma en þessi minni skordýr sátu þar föst og innilokuðust er kvoðan breyttist í raf.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×