Fótbolti

Förum varlega með Pato

AFP

Luiz Felipe Scolari, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu, segir að ungstirninu Alexandre Pato hjá AC Milan sé hampað full mikið og of snemma. Hann hefur áhyggjur af því að athyglin sem Brasilíumaðurinn fær geti haft slæm áhrif á feril hans.

Pato hefur slegið rækilega í gegn hjá Milan og hefur hinn 18 ára gamli framherji þegar skorað sjö mörk í aðeins 14 leikjum í A-deildinni.

"Pato er frábær leikmaður en hann er ekki í sérflokki enn sem komið er. Við eigum eftir að sjá hvernig hann höndlar athyglina og velgengnina innan sem utan vallar áður en við getum farið að tala um hann sem einstakan leikmann," sagði fyrrum þjálfari heimsmeistara Brasilíu og núverandi þjálfari Portúgala.

"Pato er mjög góður en við megum ekki gera honum of hátt undir höfði. Það þýðir ekki að þrýsta honum út á rauða teppið - hann gæti dottið," sagði Scolari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×