Fótbolti

Inter stóðst pressuna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Inter er með fjögurra stiga forskot.
Inter er með fjögurra stiga forskot.

Það var mikil pressa á Inter eftir að Roma vann sinn leik í ítalska boltanum í gær. En meistararnir stóðust pressuna og náðu að vinna 2-0 sigur á Atalanta á útivelli í dag.

Patrick Vieira og Mario Balotelli skoruðu mörkin en sá síðarnefndi var að skora sitt fyrsta mark í ítölsku deildinni. Inter hefur því enn fjögurra stiga forskot á Roma.

Filippo Inzaghi skoraði tvö mörk og Kaka eitt þegar AC Milan vann Cagliari 3-1. Milan er í fimmta sæti deildarinnar með betri markatölu en Sampdoria.

Palermo og Juventus eigast við í kvöld en hér að neðan eru önnur úrslit helgarinnar:

Atalanta - Inter 0-2

Catania - Napoli 3-0

Fiorentina - Reggina 2-0

Milan - Cagliari 3-1

Parma - Lazio 2-2

Roma - Genoa 3-2

Sampdoria - Livorno 2-0

Siena - Udinese 1-1

Torino - Empoli 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×