Fótbolti

Henry falur á 2,3 milljarða?

NordicPhotos/GettyImages

Heimildamaður breska blaðsins Daily Star segir að Barcelona sé tilbúið að selja franska framherjann Thierry Henry fyrir 2,3 milljarða króna í sumar.

Eins og fram kom í fréttum í morgun er því haldið fram í spænskum miðlum að Henry vilji flytja aftur til London, ekki síst til að geta verið meira með dóttur sinni. Henry skildi við konu sína fyrir nokkrum mánuðum og hefur oftar en einu sinni greint frá því í viðtölum að hann eigi erfitt með að vera svo langt frá dótturinni.

Henry hefur þessutan ekki náð sér á strik með Barcelona síðan hann gekk í raðir liðsins frá Arsenal og hefur þurft að sætta sig við að spila á vængnum.

Sagt er að Chelsea, Tottenham, Manchester City, Newcastle og West Ham séu öll í viðbragðsstöðu.

Samningur Henry við Barcelona rennur út árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×