Íslenski boltinn

Sissoko ætlar að verða betri en Vieira

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sissoko hefur staðið sig vel á Ítalíu þrátt fyrir vafasama byrjun.
Sissoko hefur staðið sig vel á Ítalíu þrátt fyrir vafasama byrjun.

Momo Sissoko hefur unnið sig í náðina hjá stuðningsmönnum Juventus og sparkspekingum á Ítalíu. Hann stefnir enn hærra og segist ætla að verða betri en Patrick Vieira.

Sissoko var keyptur frá Liverpool í janúar. Hann virkaði óöruggur í búningi Juventus í fyrstu en hefur verið að finna sig betur.

„Juve hefur lengi verið á eftir mér. Önnur lið sýndi mér áhuga en ég valdi Juve því í mínum huga er það stærsta lið Evrópu," sagði Sissoko en hann var áður hjá Valencia undir stjórn Claudio Ranieri, núverandi þjálfara Juventus.

„Ég talaði við Vieira og hann talaði mjög vel um Juventus. Rafa Benítez sagði eitt sinn við mig að ég yrði betri en Vieira. Ég er enn ungur og hef því enn margt að sanna. Ég get enn bætt mig og orðið betri en hann," sagði hinn 23 ára Sissoko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×