Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa, sem ekur fyrir Ferrari, verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Valencia á morgun. Hann náði fyrsta sætinu af Bretanum Lewis Hamilton hjá McLaren á síðustu stundu.
Robert Kubica, sem ekur fyrir BMW Sauber, varð þriðji og heimsmeistarinn Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Heimamaðurinn Fernando Alonso varð tólfti og olli áhorfendum miklum vonbrigðum.
Lewis Hamilton hefur fimm stiga forystu á heimsmeistarann Raikkonen fyrir keppni morgundagsins.