Fjárfestar sáttir með sölu á Lehman Brothers 11. september 2008 21:00 Richard Fuld. Forstjóri Lehman Brothers hefur ástæðu til að vera stúrinn þessa dagana. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að spurðist út að stjórnendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers ynnu nú að því hörðum höndum að selja hann að mestu leyti eða öllu og forða honum með því móti frá gjaldþroti. Gengi bréfa í bankanum féll um 42 prósent í dag og hefur því fallið um rúm 70 prósent í vikunni. Richard Fuld, forstjóri bankans, sem er sá fjórði umsvifamesti í Bandaríkjunum, hefur þráfaldlega sagt stöðu bankans góða. Stjórnendur sáu sig hins vegar nauðbeygða í gær til að birta ársfjórðungsuppgjör fyrr en áætlað var til að sýna stöðu hans. Þar kom fram að bankinn tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi, sem er talsvert meira en reiknað hafði verið með. Tapið er að mestu tilkomið vegna falls á eignasafni, sem tengist bandarískum fasteignalánum. Slæm staða bankans dró hlutabréfamarkaðinn niður með sér fyrri hluta dags. Þegar fréttir bárust af leit stjórnenda leitaði markaðurinn upp á við að mestu. Nokkrir bankar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur. Þar á meðal er bandaríski bankinn Bank of America, hinn breski Barclays, franski bankinn BNP Paribas, þýski risabankinn Deutsche Bank og ýmis fjárfestingafélög, að sögn fréttastofu Associated Press (AP). Stjórnendur bankans hafa ekki viljað tjá sig um málið, að sögn AP. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,32 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að spurðist út að stjórnendur bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers ynnu nú að því hörðum höndum að selja hann að mestu leyti eða öllu og forða honum með því móti frá gjaldþroti. Gengi bréfa í bankanum féll um 42 prósent í dag og hefur því fallið um rúm 70 prósent í vikunni. Richard Fuld, forstjóri bankans, sem er sá fjórði umsvifamesti í Bandaríkjunum, hefur þráfaldlega sagt stöðu bankans góða. Stjórnendur sáu sig hins vegar nauðbeygða í gær til að birta ársfjórðungsuppgjör fyrr en áætlað var til að sýna stöðu hans. Þar kom fram að bankinn tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi, sem er talsvert meira en reiknað hafði verið með. Tapið er að mestu tilkomið vegna falls á eignasafni, sem tengist bandarískum fasteignalánum. Slæm staða bankans dró hlutabréfamarkaðinn niður með sér fyrri hluta dags. Þegar fréttir bárust af leit stjórnenda leitaði markaðurinn upp á við að mestu. Nokkrir bankar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur. Þar á meðal er bandaríski bankinn Bank of America, hinn breski Barclays, franski bankinn BNP Paribas, þýski risabankinn Deutsche Bank og ýmis fjárfestingafélög, að sögn fréttastofu Associated Press (AP). Stjórnendur bankans hafa ekki viljað tjá sig um málið, að sögn AP. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,32 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira