Harpa, symfón og gígja 18. júlí 2008 06:00 Örn Magnússon með eitt þeirra hljóðfæra sem þanið verður á sunnudag. Óvenjuleg tónlistardagskrá verður í boði í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, hinn 20. júlí klukkan 17. Það er hljómsveitin Spilmenn Ríkínís sem mun flytja íslensk þjóðlög fyrir tónleikagesti og með í för eru sjaldséð gömul íslensk hljóðfæri sem spennandi verður að sjá og heyra: langspil, harpa, symfón og gígja. Meðlimir Spilmanna Ríkínís eru þau Ásta Sigríður Arnardóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Örn Magnússon. Þau eru klassískir tónlistarmenn, hinn ungi Halldór Bjarki er sérstaklega efnilegur og Marta, Örn og Sigursveinn eiga hvert um sig að baki langan og glæsilegan tónlistarferil. Tónlistarhópurinn Spilmenn Ríkínís á að baki nokkurra ára sögu. Hann var stofnaður í kringum flutning á íslenskri tónlist frá því um og eftir siðaskipti og til að flytja íslensk þjóðlög. Spilmenn Ríkínís hafa lagt á sig ærið erfiði við rannsóknir á fornri tónlistarhefð og tónlist fyrri alda á Íslandi. Síðasta haust voru Spilmenn við rannsóknir og vinnslu á nýju efni í Korsør í Danmörku og má heyra hluta af afrakstri þess tíma í kirkjunni á sunnudaginn. Í flutningi tónlistarmannanna felst endursköpun ævagamallar hefðar og falleg þjóðlög óma aftan úr öldum. Spilmenn leika á hljóðfæri þau sem vitað er að voru til hér á landi á þessum tíma. Á tónleikunum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn syngja og leika Spilmenn úr prenti frá Hólum í Hjaltadal en einnig úr íslensku tónlistarhandritunum Melodia (1650) og Hymnodia Sacra (1742) auk íslenskra þjóðlaga úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar. Ríkíní sá sem hópurinn kennir sig við var fyrsti tónlistarkennari sem sögur fara af á Íslandi og var hann kennari við Hólaskóla við stofnun hans árið 1106. Ríkíní var franskur og mikill „ástvinur" hins helga Jóns Ögmundssonar, biskups og skólastjóra. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Þeir standa yfir í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Sumartónleikar á Norðurlandi hófust árið 1987 en upphafsmenn þeirra voru þau Margrét Bóasdóttir söngkona sem um þær mundir bjó að Grenjaðarstað í Aðaldal og Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akureyrarkirkju, sem hvort um sig var nýkomið úr löngu tónlistarnámi á erlendri grundu og vildu þau búa til farveg fyrir tónleikahald að sumri. Tónleikaröðin gekk í tólf farsæl ár, undir nafninu Sumartónleikar á Norðurlandi en heitir nú Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Í upphafi hófst samstarf með þremur kirkjum: á Húsavík, Reykjahlíð við Mývatn og á Akureyri. Fyrsta árið voru haldnir sex tónleikar í hverri kirkju og aðsóknin lofaði góðu. Skilningur á gildi sumartónleika jókst og þá höfðu fleiri kirkjur áhuga á samstarfi og umfangið jókst að sama skapi. Alls tóku 11 kirkjur þátt í Skagafjarðar-, Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Orgelið í Akureyrarkirkju þykir vera eitt af bestu konsertorgelum landsins. Samstarf átti sér fljótt stað við Hallgrímskirkju í Reykjavík þar sem tónlistarmenn sem leika í tónleikaröðinni „Alþjóðlegt orgelsumar" leika einnig í Akureyrarkirkju. Sumartónleikar á Norðurlandi áttu í nokkur ár fulltrúa í níu manna fulltrúaráði Tónlistarráðs Íslands, en það eru samtök rúmlega 50 aðildarfélaga sem tengjast tónlist og tónlistariðkun. Samstarf við Listasumar á Akureyri hefur verið frá 1993. pbb@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Óvenjuleg tónlistardagskrá verður í boði í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag, hinn 20. júlí klukkan 17. Það er hljómsveitin Spilmenn Ríkínís sem mun flytja íslensk þjóðlög fyrir tónleikagesti og með í för eru sjaldséð gömul íslensk hljóðfæri sem spennandi verður að sjá og heyra: langspil, harpa, symfón og gígja. Meðlimir Spilmanna Ríkínís eru þau Ásta Sigríður Arnardóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Örn Magnússon. Þau eru klassískir tónlistarmenn, hinn ungi Halldór Bjarki er sérstaklega efnilegur og Marta, Örn og Sigursveinn eiga hvert um sig að baki langan og glæsilegan tónlistarferil. Tónlistarhópurinn Spilmenn Ríkínís á að baki nokkurra ára sögu. Hann var stofnaður í kringum flutning á íslenskri tónlist frá því um og eftir siðaskipti og til að flytja íslensk þjóðlög. Spilmenn Ríkínís hafa lagt á sig ærið erfiði við rannsóknir á fornri tónlistarhefð og tónlist fyrri alda á Íslandi. Síðasta haust voru Spilmenn við rannsóknir og vinnslu á nýju efni í Korsør í Danmörku og má heyra hluta af afrakstri þess tíma í kirkjunni á sunnudaginn. Í flutningi tónlistarmannanna felst endursköpun ævagamallar hefðar og falleg þjóðlög óma aftan úr öldum. Spilmenn leika á hljóðfæri þau sem vitað er að voru til hér á landi á þessum tíma. Á tónleikunum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn syngja og leika Spilmenn úr prenti frá Hólum í Hjaltadal en einnig úr íslensku tónlistarhandritunum Melodia (1650) og Hymnodia Sacra (1742) auk íslenskra þjóðlaga úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar. Ríkíní sá sem hópurinn kennir sig við var fyrsti tónlistarkennari sem sögur fara af á Íslandi og var hann kennari við Hólaskóla við stofnun hans árið 1106. Ríkíní var franskur og mikill „ástvinur" hins helga Jóns Ögmundssonar, biskups og skólastjóra. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Þeir standa yfir í klukkustund án hlés, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Sumartónleikar á Norðurlandi hófust árið 1987 en upphafsmenn þeirra voru þau Margrét Bóasdóttir söngkona sem um þær mundir bjó að Grenjaðarstað í Aðaldal og Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akureyrarkirkju, sem hvort um sig var nýkomið úr löngu tónlistarnámi á erlendri grundu og vildu þau búa til farveg fyrir tónleikahald að sumri. Tónleikaröðin gekk í tólf farsæl ár, undir nafninu Sumartónleikar á Norðurlandi en heitir nú Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Í upphafi hófst samstarf með þremur kirkjum: á Húsavík, Reykjahlíð við Mývatn og á Akureyri. Fyrsta árið voru haldnir sex tónleikar í hverri kirkju og aðsóknin lofaði góðu. Skilningur á gildi sumartónleika jókst og þá höfðu fleiri kirkjur áhuga á samstarfi og umfangið jókst að sama skapi. Alls tóku 11 kirkjur þátt í Skagafjarðar-, Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Orgelið í Akureyrarkirkju þykir vera eitt af bestu konsertorgelum landsins. Samstarf átti sér fljótt stað við Hallgrímskirkju í Reykjavík þar sem tónlistarmenn sem leika í tónleikaröðinni „Alþjóðlegt orgelsumar" leika einnig í Akureyrarkirkju. Sumartónleikar á Norðurlandi áttu í nokkur ár fulltrúa í níu manna fulltrúaráði Tónlistarráðs Íslands, en það eru samtök rúmlega 50 aðildarfélaga sem tengjast tónlist og tónlistariðkun. Samstarf við Listasumar á Akureyri hefur verið frá 1993. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið