Nei Þorsteinn Pálsson skrifar 12. september 2008 08:00 Mesti trúverðugleikavandi ríkisstjórnarinnar á rætur í ólíkum viðhorfum stjórnarflokkanna til þess hvernig skipa eigi peningamálastjórninni til frambúðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki alfarið horfið frá því mati að krónan geti dugað. Samfylkingin vill þar á móti taka upp evru. Upptaka evru er háð aðild að Evrópska myntbandalaginu og líklegast einnig Evrópusambandinu. Stjórnarflokkarnir sömdu um að hún væri ekki á dagskrá þetta kjörtímabil. Þeir bera jafna ábyrgð á því ákvæði. Þegar stjórnin var mynduð voru aðstæður með þeim hætti að ekki var útilokað að skjóta mætti því uppgjöri á frest. Þær aðstæður hafa breyst. Heita má óumdeilt að ríkjandi stefna í peningamálum hafi beðið skipbrot. Það eitt þarf þó ekki sjálfkrafa að þýða að krónan sé úr sögunni. Að því leyti eru tveir kostir enn fyrir hendi: Evra eða króna. Vandinn er hins vegar sá að enginn hefur komið fram með hugmynd að nýrri aðferðafræði við stjórnun krónunnar sem líkleg er til að skapa trú á að Ísland geti búið við sambærilegan stöðugleika og viðskiptaþjóðirnar þegar til lengri tíma er horft. Við svo búið er evran því eini raunhæfi kosturinn. Það sjónarmið er uppi að bíða megi með mótun framtíðarstefnunnar í peningamálum þar til þjóðin er komin í gegnum þá djúpu lægð sem hún er nú stödd í. Annars vegar er það rökstutt með því að fólk muni hætta að kalla á evru þegar alþjóðalánsfjárkreppunni lýkur og hins vegar á þann veg að ekki megi bregða fæti fyrir Seðlabankann í miðju straumvatninu. Tvennt mælir gegn þessum kenningum. Í fyrsta lagi hefur Seðlabankinn þegar misst fótanna í straumnum. Ástæðan verður ekki alfarið rakin til mistaka stjórnenda bankans. Það eru einfaldlega leikreglur laganna sem ekki ganga upp. Þeim veruleika verður ekki breytt með því að loka augunum. Trúverðugleika sem er farinn verður ekki viðhaldið. Í annan stað er dagljóst að það ræðst af viðbrögðum á vinnumarkaðnum hvort verðbólgan verður tímabundin eða varanleg. Byrji víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags breytist skammvinn kreppa í vísan varanlegan voða. Eigi forystumenn launafólks að geta varið kjaraskerðingu um stund þurfa þeir að sjá ljós í myrkrinu. Trúverðug peningastefna sem tryggir Íslandi sambærilegan stöðugleika og aðrar þjóðir njóta er lykilatriði í því efni. Þar af leiðir að ekki er unnt að bíða í tvö til þrjú ár með að sýna það ljós. Varanlegur stöðugleiki og hagvöxtur ráða því hvort lífskjörin fara batnandi á ný. Forystumenn launafólksins og atvinnufyrirtækjanna þurfa að hafa vissu fyrir því að sú langtímastefna hafi verið mótuð sem gerir þetta mögulegt. Mikilvægt er að hafa í huga að evra leysir þjóðina ekki undan tímabundinni kjaraskerðingu. Hún leysir stjórnarflokkana ekki heldur frá þeirri ábyrgð að koma fram með verulega aðhaldssamar fjárlagaráðstafanir. Evran er með öðrum orðum ekki sjálfkrafa lausn á vanda. Á hana ber miklu fremur að líta sem annað efnahagsumhverfi sem gerir mönnum auðveldara að ná óumdeildum stöðugleikamarkmiðum. Eftir sem áður geta menn farið vel eða illa að ráði sínu. Ólíklegt er að þjóðin fallist á að stjórnarsáttmálinn hindri að fara megi greiðfærustu leiðina til að ná tökum á þessu lykilatriði í efnahagsstjórninni. Svarið við þeirri spurningu hvort bíða megi með framtíðarstefnumótun í peningamálum er að þessu virtu: Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Mesti trúverðugleikavandi ríkisstjórnarinnar á rætur í ólíkum viðhorfum stjórnarflokkanna til þess hvernig skipa eigi peningamálastjórninni til frambúðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki alfarið horfið frá því mati að krónan geti dugað. Samfylkingin vill þar á móti taka upp evru. Upptaka evru er háð aðild að Evrópska myntbandalaginu og líklegast einnig Evrópusambandinu. Stjórnarflokkarnir sömdu um að hún væri ekki á dagskrá þetta kjörtímabil. Þeir bera jafna ábyrgð á því ákvæði. Þegar stjórnin var mynduð voru aðstæður með þeim hætti að ekki var útilokað að skjóta mætti því uppgjöri á frest. Þær aðstæður hafa breyst. Heita má óumdeilt að ríkjandi stefna í peningamálum hafi beðið skipbrot. Það eitt þarf þó ekki sjálfkrafa að þýða að krónan sé úr sögunni. Að því leyti eru tveir kostir enn fyrir hendi: Evra eða króna. Vandinn er hins vegar sá að enginn hefur komið fram með hugmynd að nýrri aðferðafræði við stjórnun krónunnar sem líkleg er til að skapa trú á að Ísland geti búið við sambærilegan stöðugleika og viðskiptaþjóðirnar þegar til lengri tíma er horft. Við svo búið er evran því eini raunhæfi kosturinn. Það sjónarmið er uppi að bíða megi með mótun framtíðarstefnunnar í peningamálum þar til þjóðin er komin í gegnum þá djúpu lægð sem hún er nú stödd í. Annars vegar er það rökstutt með því að fólk muni hætta að kalla á evru þegar alþjóðalánsfjárkreppunni lýkur og hins vegar á þann veg að ekki megi bregða fæti fyrir Seðlabankann í miðju straumvatninu. Tvennt mælir gegn þessum kenningum. Í fyrsta lagi hefur Seðlabankinn þegar misst fótanna í straumnum. Ástæðan verður ekki alfarið rakin til mistaka stjórnenda bankans. Það eru einfaldlega leikreglur laganna sem ekki ganga upp. Þeim veruleika verður ekki breytt með því að loka augunum. Trúverðugleika sem er farinn verður ekki viðhaldið. Í annan stað er dagljóst að það ræðst af viðbrögðum á vinnumarkaðnum hvort verðbólgan verður tímabundin eða varanleg. Byrji víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags breytist skammvinn kreppa í vísan varanlegan voða. Eigi forystumenn launafólks að geta varið kjaraskerðingu um stund þurfa þeir að sjá ljós í myrkrinu. Trúverðug peningastefna sem tryggir Íslandi sambærilegan stöðugleika og aðrar þjóðir njóta er lykilatriði í því efni. Þar af leiðir að ekki er unnt að bíða í tvö til þrjú ár með að sýna það ljós. Varanlegur stöðugleiki og hagvöxtur ráða því hvort lífskjörin fara batnandi á ný. Forystumenn launafólksins og atvinnufyrirtækjanna þurfa að hafa vissu fyrir því að sú langtímastefna hafi verið mótuð sem gerir þetta mögulegt. Mikilvægt er að hafa í huga að evra leysir þjóðina ekki undan tímabundinni kjaraskerðingu. Hún leysir stjórnarflokkana ekki heldur frá þeirri ábyrgð að koma fram með verulega aðhaldssamar fjárlagaráðstafanir. Evran er með öðrum orðum ekki sjálfkrafa lausn á vanda. Á hana ber miklu fremur að líta sem annað efnahagsumhverfi sem gerir mönnum auðveldara að ná óumdeildum stöðugleikamarkmiðum. Eftir sem áður geta menn farið vel eða illa að ráði sínu. Ólíklegt er að þjóðin fallist á að stjórnarsáttmálinn hindri að fara megi greiðfærustu leiðina til að ná tökum á þessu lykilatriði í efnahagsstjórninni. Svarið við þeirri spurningu hvort bíða megi með framtíðarstefnumótun í peningamálum er að þessu virtu: Nei.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun