Með öfugt ennisband og varasalva í sokknum 22. desember 2008 13:52 Rondo keyrir hér framhjá nýliðanum Derrick Rose hjá Chicago NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar. NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar.
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira