Fótbolti

Þúsundasti sigur Roma handan við hornið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Francesco Totti, fyrirliði Roma.
Francesco Totti, fyrirliði Roma. Nordic Photos / AFP

Ítalska úrvalsdeildarliðið Roma á möguleika á að vinna sinn þúsundasta úrvalsdeildarsigur um helgina er liðið mætir Chievo í Verona.

Roma verður þar með fjórða ítalska félagið til að ná þeim áfanga en hin liðin eru Juventus (1.336 sigrar), Inter (1.264) og AC Milan (1.194).

Roma vann sinn fyrsta sigur í efstu deild á Ítalíu er liðið rústaði Cremonese, 9-0, árið 1929 en það er enn stærsti sigur liðsins í úrvalsdeild frá upphafi.

Félagið hefur oftast unnið lið Torino af andstæðingum sínum í úrvalsdeildinni, eða 51 sinni. Næst er Atalanta og Lazio (44 sigrar).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×