Viðskipti erlent

Salan á Kaupþingi í Luxemborg í uppnámi eftir afsögn Leterme

Salan á Kaupþingi í Luxemborg er í uppnámi eftir afsögn Leterme forsætisráðherra Belgíu. Í ljós hefur komið að salan var skilyrt því að belgíska ríkisstjórnin veitti lán til kaupanna en það hafði Leterme ekki tekist að tryggja áður en hann neyddist til að segja af sér.

Ein og fram hefur komið í fréttum er það fjárfestingarsjóður í eigu Lýbíu sem hafði áhuga á kaupunum á Kaupþingi í Luxemborg. Samingum um kaupin hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna afsagnar Leterme.

Sjálfur segir Leterme á heimasíðu sinni að hann telji að í þeim samingingi sem var í augsýn um kaupin á Kaupþingi í Luxemborg væri jafnræði milli beggja aðila.

Leterme neyddist til að segja af sér vegna frétta um að stjórn hans hefði reynt að hafa áhrif á dómsniðurstöðu um uppskiftin á Fortis bankanum í Belgíu.

Belgíukonungur hefur valið hinn 72 ára reynda stjórnmálamann Wilfried Martens til að mynda nýja ríkisstjórn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×