Lakers taplaust í úrslitakeppninni 8. maí 2008 09:37 NordcPhotos/GettyImages Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi. NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit. Kobe Bryant var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn í gær, en hann var útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í deildarkeppninni. Bryant tók við verðlaununum úr höndum forseta deildarinnar og hófst svo handa við að skjóta lið Utah í kaf alveg eins og í fyrri leiknum. Bryant skoraði 34 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar fyrir Lakers, Derek Fisher 22, Pau Gasol 20 og Lamar Odom 19 stig og 16 fráköst. Lakers liðið nýtti 57% skota sinna í leiknum og fór 22 sinnum oftar á vítalínuna en gestirnir. Deron Williams skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Paul Milsap skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst. Carlos Boozer skoraði 10 stig fyrir Utah og var í villuvandræðum í leiknum. Lakers liðið hefur nú unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni og virðist til alls líklegt. Lið undir stjórn Phil Jackson hafa aldrei tapað seríu í úrslitakeppni eftir að hafa unnið fyrsta leik. Næstu tveir leikir í einvíginu fara fram í Utah og verður þriðji leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport aðfaranótt laugardags um klukkan eitt. Orlando lagði Detroit Orlando lagaði stöðu sína í einvígi sínu gegn Detroit með 111-86 sigri á heimavelli í nótt og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Detroit varð fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Chauncey Billups tognaði í aftanverðu læri strax í byrjun leiks og gat ekki spilað meira. Ekki er útilokað að hann spili fjórða leikinn á laugardaginn. Rashard Lewis átti sinn besta leik í úrslitakeppni fyrir Orlando og skoraði 33 stig, Dwight Howard skoraði 20 stig, hirti 12 fráköst og varði 6 skot og þeir Jameer Nelson og Hedo Turkoglu skoruðu 18 stig hvor. Orlando hafði forystu nær allan leikinn en vann lokaleikhlutann 38-17 og tryggði sér þar nokkur öruggan sigur. Detroit hafði unnið níu leiki í röð gegn Orlando í úrslitakeppni, sem var fjórða lengsta sigurganga þeirrar tegundar í sögu NBA. Hjá Detroit var Rip Hamilton sitgahæstur með 24 stig , Tayshaun Prince 22 stig og Rodney Stuckey skoraði 19 stig þegar hann leysti Billups af hólmi.
NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira