Fótbolti

Byrjar og endar Evrópumótið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rosetti vinnur einnig við að stýra sjúkrahúsi í Tórínó.
Rosetti vinnur einnig við að stýra sjúkrahúsi í Tórínó.

Ítalski dómarinn Roberto Rosetti fær þann heiður að flauta Evrópumótið á og einnig af. Hann dæmdi opnunarleik mótsins og nú hefur hann verið valinn til að dæma sjálfan úrslitaleikinn á sunnudag.

Aðstoðardómarar hans verða samlandar hans Alessandro Griselli og Paolo Calcagno.

Rosetti er 40 ára gamall og býr yfir mikilli reynslu. Hann talar ensku, frönsku og að sjálfsögðu ítölsku. Hann dæmdi meðal annars seinni leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×