Hansa í lögfræðidrama 28. október 2008 06:30 Hansa leikur í Rétti en að henni stendur mikið lögfræðislekti, foreldrar hennar eru Örn Clausen og Guðrún Erlendsdóttir. „Já, já, ég mun styðjast við atriði úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég leiti ekki helst í smiðju systur minnar. Hún er meira svona í nútímanum," segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona - sem betur er þekkt sem Hansa - og hlær. Verið er að ganga frá ráðningum leikara í mikið réttardrama - Réttur - sem Saga film er að hefja á tökur fyrir Stöð 2, þáttaröð sem er í sex þáttum en þó þannig að hver þáttur er sjálfstæður. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson en handrit skrifa þau Sigurjón Kjartansson, Margrét Örnólfsdóttir og Kristinn Þórðarson. Í aðalhlutverkum verða þau Hansa, Magnús Jónsson og Víkingur Kristjánsson sem mynda þriggja manna lögfræðiteymi. Hansa er komin af miklu lögfræðislekti. Faðir hennar er einhver þekktasti lögmaður landsins, Örn Clausen, móðir hennar er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, og systir hennar, Guðrún Sesselja, er lögfræðingur. „Ég er aldrei beðin um að koma í prufur. Nema fyrir löngu í þetta. Og svo aftur um daginn. Var frekar vör um mig og spurði hvort þeir væru að djóka? Hvort þetta væri af því það eru svo margir lögfræðingar í kringum mig? Þá höfðu þeir ekki hugmynd um það," segir Hansa. Sigurjón Kjartansson segir það ekkert öðruvísi en svo að Hansa hafi steinlegið. „Ekkert smá. Hún situr í þessum karakter. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Við prófuðum margar leikkonur en hún rúllaði þessu upp. Sem er hið besta mál." Að sögn handritshöfundarins getur reynst flóknara að skrifa handrit að þáttaseríu þar sem hver þáttur er sjálfstæður. „Oft er tímafrekt að vinna með kannski tvær til þrjár sögur í hverjum þætti sem þurfa sitt upphaf, miðju og endi. En eitt sakamál er undirliggjandi í allri seríunni. Sem poppar stundum upp og hvílist þess á milli. Þetta er mikil stúdía." Í upphafi nutu handritshöfundar hjálpar hins skelegga lögmanns Brynjars Níelssonar Og á seinni stigum kom Helgi Jóhannesson lögmaður að málum. „Sá ágæti lögmaður. Hann las yfir handritið, kom með punkta og ef eitthvað stóðst ekki þá breytti ég því. Það er mikilvægt að vera réttu megin við lögin í svona skrifum," segir Sigurjón. Tökur hefjast um miðjan nóvember og leikstjórinn Sævar er spenntur enda er þetta hans stærsta verkefni. Sævar leikstýrði Venna Páer og einni syrpu af Stelpunum. „Þetta er fín tilbreyting frá auglýsingunum sem ég hef verið að leikstýra árum saman. Þótt lögfræðidrama hafi verið vinsælt format í Ameríku hefur þetta ekki verið myndað hér áður en málin verða af íslenskum toga og má lofa drama og spennu í þessu." Samkvæmt upplýsingum frá Stöð 2 stendur til að frumsýna þættina í janúar. - jakob@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Já, já, ég mun styðjast við atriði úr mínu nánasta umhverfi. Ætli ég leiti ekki helst í smiðju systur minnar. Hún er meira svona í nútímanum," segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona - sem betur er þekkt sem Hansa - og hlær. Verið er að ganga frá ráðningum leikara í mikið réttardrama - Réttur - sem Saga film er að hefja á tökur fyrir Stöð 2, þáttaröð sem er í sex þáttum en þó þannig að hver þáttur er sjálfstæður. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson en handrit skrifa þau Sigurjón Kjartansson, Margrét Örnólfsdóttir og Kristinn Þórðarson. Í aðalhlutverkum verða þau Hansa, Magnús Jónsson og Víkingur Kristjánsson sem mynda þriggja manna lögfræðiteymi. Hansa er komin af miklu lögfræðislekti. Faðir hennar er einhver þekktasti lögmaður landsins, Örn Clausen, móðir hennar er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, og systir hennar, Guðrún Sesselja, er lögfræðingur. „Ég er aldrei beðin um að koma í prufur. Nema fyrir löngu í þetta. Og svo aftur um daginn. Var frekar vör um mig og spurði hvort þeir væru að djóka? Hvort þetta væri af því það eru svo margir lögfræðingar í kringum mig? Þá höfðu þeir ekki hugmynd um það," segir Hansa. Sigurjón Kjartansson segir það ekkert öðruvísi en svo að Hansa hafi steinlegið. „Ekkert smá. Hún situr í þessum karakter. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Við prófuðum margar leikkonur en hún rúllaði þessu upp. Sem er hið besta mál." Að sögn handritshöfundarins getur reynst flóknara að skrifa handrit að þáttaseríu þar sem hver þáttur er sjálfstæður. „Oft er tímafrekt að vinna með kannski tvær til þrjár sögur í hverjum þætti sem þurfa sitt upphaf, miðju og endi. En eitt sakamál er undirliggjandi í allri seríunni. Sem poppar stundum upp og hvílist þess á milli. Þetta er mikil stúdía." Í upphafi nutu handritshöfundar hjálpar hins skelegga lögmanns Brynjars Níelssonar Og á seinni stigum kom Helgi Jóhannesson lögmaður að málum. „Sá ágæti lögmaður. Hann las yfir handritið, kom með punkta og ef eitthvað stóðst ekki þá breytti ég því. Það er mikilvægt að vera réttu megin við lögin í svona skrifum," segir Sigurjón. Tökur hefjast um miðjan nóvember og leikstjórinn Sævar er spenntur enda er þetta hans stærsta verkefni. Sævar leikstýrði Venna Páer og einni syrpu af Stelpunum. „Þetta er fín tilbreyting frá auglýsingunum sem ég hef verið að leikstýra árum saman. Þótt lögfræðidrama hafi verið vinsælt format í Ameríku hefur þetta ekki verið myndað hér áður en málin verða af íslenskum toga og má lofa drama og spennu í þessu." Samkvæmt upplýsingum frá Stöð 2 stendur til að frumsýna þættina í janúar. - jakob@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið