Lægra olíuverð hækkaði hlutabréfin vestanhafs 27. maí 2008 20:06 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um þrjá dali á tunnu. Þá jókst sala á nýju húsnæði óvænt á milli mánaða. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 129 dali á tunnu á fjármálamörkuðum vestanhafs en það er sex dölum lægra en í síðustu viku þegar verðið fór í hæstu hæðir. Sala á nýju húsnæði jókst um 3,3 prósent í apríl. Þetta var talsvert óvænt niðurstaða, að sögn fréttastofu Associated Press. Til samanburðar dróst salan saman um heil ellefu prósenta á milli mánaða í mars. Litlu skipti um þróunina á hlutabréfamarkaði í dag að birtar voru tölur sem sýndu að verð á húsnæði lækkaði um heil 14,1 prósent á fyrsta fjórðungi ársins í Bandaríkjunum frá sama tímabili í fyrra og hefur fasteignaverð ekki verið lægra síðan árið 1988. Þessi þróun leiddi til nokkurrar bjartsýni á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag. Tóku fjárfestar því veskið og fjárfestu í hlutabréfum á ný. Þetta leiddi til nokkurrar hækkunar. Til samanburðar var talsverð lækkun á verði hlutabréfa í síðustu viku og fór fjárfestar fremur svartsýnir inn í langa liðna helgi. Dow Jones-hlutabréfavísitlaan hækkaði um 0,55 prósent en Nasdaq-vísitalan um heil 1,5 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um þrjá dali á tunnu. Þá jókst sala á nýju húsnæði óvænt á milli mánaða. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 129 dali á tunnu á fjármálamörkuðum vestanhafs en það er sex dölum lægra en í síðustu viku þegar verðið fór í hæstu hæðir. Sala á nýju húsnæði jókst um 3,3 prósent í apríl. Þetta var talsvert óvænt niðurstaða, að sögn fréttastofu Associated Press. Til samanburðar dróst salan saman um heil ellefu prósenta á milli mánaða í mars. Litlu skipti um þróunina á hlutabréfamarkaði í dag að birtar voru tölur sem sýndu að verð á húsnæði lækkaði um heil 14,1 prósent á fyrsta fjórðungi ársins í Bandaríkjunum frá sama tímabili í fyrra og hefur fasteignaverð ekki verið lægra síðan árið 1988. Þessi þróun leiddi til nokkurrar bjartsýni á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag. Tóku fjárfestar því veskið og fjárfestu í hlutabréfum á ný. Þetta leiddi til nokkurrar hækkunar. Til samanburðar var talsverð lækkun á verði hlutabréfa í síðustu viku og fór fjárfestar fremur svartsýnir inn í langa liðna helgi. Dow Jones-hlutabréfavísitlaan hækkaði um 0,55 prósent en Nasdaq-vísitalan um heil 1,5 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira