Bók um inúíta og jarðhlýnun 4. september 2008 04:00 Ragnar Axelsson hefur lent í ýmsum ævintýrum í ferðalögum sínum með inúítum eins og sjá má í væntanlegri ljósmyndabók hans. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, heldur til Alaska og Síberíu á næstunni til að mynda fyrir væntanlega bók sína. Fjallar hún um áhrif hlýnunar jarðar á lifnaðarhætti inúíta og gengur undir vinnuheitinu Last Days of the Arctic, eða Síðustu dagar norðurheimskautsins. Textahöfundur bókarinnar er Skotinn Mark Nuttal, prófessor í mannfræði, sem er einn helsti sérfræðingur heims í menningu og lifnaðarháttum inúíta. „Ég hef farið ég veit ekki hvað margar ferðir og myndað með veiðimönnum. Manni verður kalt þegar maður fer að rifja þetta upp,“ segir Ragnar. „Þetta er heimur sem er að breytast mjög hratt og sumt af þessu verður ekkert gert aftur.“ Ragnar segir að hlýnun jarðar sé nokkuð sem allir verði að horfast í augu við. „Hún er veruleikinn hvort sem það er af mannavöldum eða ekki.“ Fyrr á árinu myndaði hann á Baffin-eyju í Kanada fyrir bók sína og komst þar í tæri við ísbirni. „Ísbjörninn er svolítil skræfa og hleypur yfirleitt frá þér en ef hann er svangur ræðst hann á þig,“ segir Ragnar, sem sá einnig fyrsta ísbjörninn sem steig hér á land í sumar. „Ég flaug yfir hann en var ekki sá sem var kærður. Ég fór svo hátt yfir hann því ég þorði ekki að styggja hann. Svo fór einhver daginn eftir og fór þá rétt yfir hausinn á honum og þá varð allt vitlaust,“ segir ljósmyndarinn knái og hlær. Bók Ragnars, sem verður tilbúin næsta vor, er unnin af nýrri bókaútgáfu Kristjáns B. Jónassonar og Snæbjarnar Arngrímssonar, Crymogea ehf. Er hún framleidd með alþjóðlega útgáfu í huga og standa nú yfir viðræður við erlend forlög um að gefa hana út víða um heim.- fb Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, heldur til Alaska og Síberíu á næstunni til að mynda fyrir væntanlega bók sína. Fjallar hún um áhrif hlýnunar jarðar á lifnaðarhætti inúíta og gengur undir vinnuheitinu Last Days of the Arctic, eða Síðustu dagar norðurheimskautsins. Textahöfundur bókarinnar er Skotinn Mark Nuttal, prófessor í mannfræði, sem er einn helsti sérfræðingur heims í menningu og lifnaðarháttum inúíta. „Ég hef farið ég veit ekki hvað margar ferðir og myndað með veiðimönnum. Manni verður kalt þegar maður fer að rifja þetta upp,“ segir Ragnar. „Þetta er heimur sem er að breytast mjög hratt og sumt af þessu verður ekkert gert aftur.“ Ragnar segir að hlýnun jarðar sé nokkuð sem allir verði að horfast í augu við. „Hún er veruleikinn hvort sem það er af mannavöldum eða ekki.“ Fyrr á árinu myndaði hann á Baffin-eyju í Kanada fyrir bók sína og komst þar í tæri við ísbirni. „Ísbjörninn er svolítil skræfa og hleypur yfirleitt frá þér en ef hann er svangur ræðst hann á þig,“ segir Ragnar, sem sá einnig fyrsta ísbjörninn sem steig hér á land í sumar. „Ég flaug yfir hann en var ekki sá sem var kærður. Ég fór svo hátt yfir hann því ég þorði ekki að styggja hann. Svo fór einhver daginn eftir og fór þá rétt yfir hausinn á honum og þá varð allt vitlaust,“ segir ljósmyndarinn knái og hlær. Bók Ragnars, sem verður tilbúin næsta vor, er unnin af nýrri bókaútgáfu Kristjáns B. Jónassonar og Snæbjarnar Arngrímssonar, Crymogea ehf. Er hún framleidd með alþjóðlega útgáfu í huga og standa nú yfir viðræður við erlend forlög um að gefa hana út víða um heim.- fb
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið