Friðrik: Eigum nóg inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 15:09 Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Daníel Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann." Dominos-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann."
Dominos-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum