Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ 16. september 2008 07:00 Þórarinn Ingi Jónsson hlaut níu mánaða skilorð vegna listaverks síns í formi sprengjulegs skúlptúrs sem olli uppnámi í Toronto í fyrra. Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Sjá meira
Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Sjá meira