Fótbolti

Ferill Nesta sagður í hættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alessandro Nesta í leik með AC Milan gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.
Alessandro Nesta í leik með AC Milan gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Nordic Photos / AFP

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að svo gæti farið að varnarmaðurinn Alessandro Nesta gæti neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.

Nesta hefur glímt við bakmeiðsli undanfarin misseri og er talið líklegt að hann geti ekkert spilað með AC Milan á leiktíðinni. Hann mun hitta sérfræðing í Bandaríkjunum vegna meiðsla sinna á næstunni. Ef hann þarf að fara í aðgerð er talið afar ólíklegt að hann geti byrjað að spila á ný.

Nesta er ekki nema 32 ára gamall en hann gekk til liðs við AC Milan frá Lazio arið 2002. Hann varð Ítalíumeistari með báðum liðum sem og Evrópumeistari með AC Milan tvívegis - 2003 og 2007. Hann varð einnig heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Hann hefur þótt vera einn besti varnarmaður heims þegar hann hefur verið upp á sitt besta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×