Óskar Bjarni: Synd að annað liðið þurfti að detta út Elvar Geir Magnússon skrifar 6. október 2008 21:25 Óskar Bjarni Óskarsson. „Þetta var algjörlega okkar leikur og við áttum aldrei að hleypa spennu í þetta undir lokin," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Valur vann 27-26. „Spennan í kringum bikarleiki vill oft vera öðruvísi en í öðrum leikjum. Við skutum illa í byrjun og varnarlega vorum við að leysa kerfin rangt. Svo náði þetta loks að smella. Við vorum að skapa okkur ágætis færi í byrjun en vörnin var einfaldlega léleg," sagði Óskar við Vísi. Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega illa en náðu sér síðan á flug. Undir lokin kom síðan óvænt spenna og HK hafði færi á að jafna. „Fúsi (Sigfús Sigurðsson) meiddist á hnénu og þá fengum við þrjú mörk á okkur í röð. Þá fórum við aftur að spila varnarleikinn með röngum hætti. HK er það gott lið að það refsar," sagði Óskar. Hann segir það í raun algjöra synd að lið HK sé dottið út. „Þeir voru góðir varnarlega og voru með flott kerfi í sóknarleiknum. Það er því leiðinlegt að þeir séu ekki meira með í bikarnum. Þetta er lið sem á að komast í undanúrslit. En bikar er bara bikar. Þetta var víst þriðja árið í röð sem HK-ingar tapa með einu marki gegn ríkjandi bikarmeisturum í þessari keppni." „Við erum ríkjandi bikarmeistarar en deildin er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Bikarkeppnin snýst meira um heppnina, þú sérð að við fáum hérna HK í 32-liða úrslitum en hefðum getað fengið Stjörnuna 3. En auðvitað stefnum við á að komast í úrslitaleikinn, við förum í alla leiki með það markmið að vinna," sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
„Þetta var algjörlega okkar leikur og við áttum aldrei að hleypa spennu í þetta undir lokin," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Valur vann 27-26. „Spennan í kringum bikarleiki vill oft vera öðruvísi en í öðrum leikjum. Við skutum illa í byrjun og varnarlega vorum við að leysa kerfin rangt. Svo náði þetta loks að smella. Við vorum að skapa okkur ágætis færi í byrjun en vörnin var einfaldlega léleg," sagði Óskar við Vísi. Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega illa en náðu sér síðan á flug. Undir lokin kom síðan óvænt spenna og HK hafði færi á að jafna. „Fúsi (Sigfús Sigurðsson) meiddist á hnénu og þá fengum við þrjú mörk á okkur í röð. Þá fórum við aftur að spila varnarleikinn með röngum hætti. HK er það gott lið að það refsar," sagði Óskar. Hann segir það í raun algjöra synd að lið HK sé dottið út. „Þeir voru góðir varnarlega og voru með flott kerfi í sóknarleiknum. Það er því leiðinlegt að þeir séu ekki meira með í bikarnum. Þetta er lið sem á að komast í undanúrslit. En bikar er bara bikar. Þetta var víst þriðja árið í röð sem HK-ingar tapa með einu marki gegn ríkjandi bikarmeisturum í þessari keppni." „Við erum ríkjandi bikarmeistarar en deildin er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Bikarkeppnin snýst meira um heppnina, þú sérð að við fáum hérna HK í 32-liða úrslitum en hefðum getað fengið Stjörnuna 3. En auðvitað stefnum við á að komast í úrslitaleikinn, við förum í alla leiki með það markmið að vinna," sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18