San Antonio í úrslit Vesturdeildar 20. maí 2008 03:52 Tony Parker og Manu Ginobili fóru fyrir liði meistaranna í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira