Fótbolti

Emil í liði Reggina sem tapaði - AC Milan tapaði einnig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho í leiknum í dag.
Ronaldinho í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP
Reggina tapaði í dag sínum fyrsta leik í ítölsku úrvalsdeildinni eftir að hafa komist yfir gegn Chievo þegar átján mínútur voru til leiksloka. AC Milan tapaði einnig sínum leik.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina og lék á vinstri kantinum en það var Bernardo Corradi sem kom liðinu yfir með víti á 72. mínútu.

Michele Marcoloni jafnaði svo metin fyrir Chievo, aftur úr vítaspyrnu, aðeins fjórum mínútum síðar. Vincenzo Italiano skoraði svo sigurmark leiksins á 88. mínútu en skömmu síðar fékk Antonio Langella, leikmaður Chievo, að líta rauða spjaldið.

Leiktíðin byrjaði ekki heldur vel fyrir Carlo Ancellotti og hans menn í AC Milan en liðið tapaði í dag, 2-1, á heimavelli fyrir Bologna.

Marco Di Vaio kom gestunum yfir á átjándu mínútu en Massimo Ambrosini jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Francesco Valiani skoraði svo sigurmark Bologna á 79. mínútu.

Lið AC Milan var stjörnum prýtt í dag en Zambrotta, Maldini, Flamini, Pirlo, Seedorf, Ronaldinho og Inzaghi voru allir í byrjunarliðinu og þá kom Andriy Shevchenko inn á sem varamaður í hálfleik.

Roma og Napoli gerðu 1-1 jafntefli en Alberto Auilani kom Rómverjum yfir í fyrri hálfleik en Marek Hamsik jafnaði metin í þeim síðari, þrátt fyrir að Napoli missti mann af velli með rautt skömmu áður.

Lokaleikur dagsins er svo viðureign Fiorentina og Juventus sem hefst klukkan 18.30.

Úrslit dagsins:

AC Milan - Bologna 1-2

Roma - Napoli 1-1

Atalanta - Siena 1-0

Cagliari - Lazio 1-4

Catania - Genoa 1-0

Chievo - Reggina 2-1

Torino - Lecce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×