Himinn, haf og land 24. júlí 2008 06:00 Eitt af verkum Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Landsmót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýningunni má sjá 24 olíumyndir af landslagi þar sem gjarnan mætast himinn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vandlega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hugleikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múlakoti var kunnur listmálari og í Múlakoti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við listsköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er listakonan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Landsmót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýningunni má sjá 24 olíumyndir af landslagi þar sem gjarnan mætast himinn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vandlega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hugleikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múlakoti var kunnur listmálari og í Múlakoti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við listsköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er listakonan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira