Himinn, haf og land 24. júlí 2008 06:00 Eitt af verkum Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Landsmót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýningunni má sjá 24 olíumyndir af landslagi þar sem gjarnan mætast himinn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vandlega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hugleikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múlakoti var kunnur listmálari og í Múlakoti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við listsköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er listakonan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Landsmót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýningunni má sjá 24 olíumyndir af landslagi þar sem gjarnan mætast himinn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vandlega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hugleikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múlakoti var kunnur listmálari og í Múlakoti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við listsköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er listakonan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira