Ljósmyndari þjóðarinnar 26. september 2008 04:30 Eiríkur Sigmundsson, bóndi í Fagranesi á Reykjaströnd, við bjargsig í Drangey með uppgjörðan vað á öxlum. 1938. Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningarhæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935-1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þverskurð af framlagi hans til ljósmyndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentarista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumaður og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýningin er opin til 31. desember. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningarhæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935-1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þverskurð af framlagi hans til ljósmyndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentarista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumaður og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýningin er opin til 31. desember.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira