Menning

Flauta á Þingvöllum

Hafdís Vigfúsdóttir Leikur fagra flaututónlist á tónleikum í Þingvallakirkju í kvöld.
Hafdís Vigfúsdóttir Leikur fagra flaututónlist á tónleikum í Þingvallakirkju í kvöld.
Tónleikaröðin Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju heldur áfram í kvöld, en í þetta skipti flytur Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari fjölbreytta dagskrá fyrir einleiksflautu. Hafdís er búsett í París um þessar mundir þar sem hún leggur stund á framhaldsnám í flautuleik en kemur víða fram með flautuna sína hér á landi nú í sumar. Meðal verka á efnisskrá Hafdísar er fantasía eftir Telemann, einleiksverk eftir Toru Takemitsu, tangóetýður eftir Piazzolla og frumflutningur á nýju verki eftir Ásrúnu I. Kondrup. Tónleikarnir hefjast kl 20.00 og standa yfir í tæpa klukkustund. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en tekið við frjálsum framlögum í tónleikalok.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×