Bandaríska fjárfestingafélagið Lone Star ætlar að kaupa 91 prósents hlut í þýska bankann Industriebank IKB. Bankinn hefur glímt við mikla lausafjárerfiðsleika vegna afskrifta á bandarískum skuldabréfavafningum sem tengjast áhættusömum fasteignalánum í Bandaríkjunum. Erlendir fjölmiðlar eru sammála um að bankinn sé fyrsta evrópska fórnarlamb undirmálslánakreppunnar.
Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Frankfurt í Þýskalandi í dag.
Samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar nema afskriftir IKB um 10,3 milljarða evra, jafnvirði 1.257 milljarða íslenskra króna.
Unnið hefur verið að því hörðum höndum upp á síðkastið að bjarga IKB frá gjaldþrotahamrinum og veit auknu hlutafé í hann gegn stöðum. Þýski bankinn KfW, sem hefur gefið út einna mest af íslenskum krónubréfum, á 45,5 prósenta hlut í IKB, er stærsti hluthafinn, en hefur reynt að selja hann í tæpt ár, að sögn Bloomberg sem bætir við að KfW hafi ákveðið að selja hlut sinn þrátt fyrir að uppsett verð hafi ekki fengist.