Erlent

Nýfundið smástirni snýst á methraða

Nýfundið smástirni sýnst á methraða eða hringinn kringum sjálft sig á aðeins 42,7 sekúndum. Smástirnið sem ber nafnið 2008 HJ, sveif framhjá jörðinni í apríl s.l. og var þá á 162.000 km hraða.

Það var áhugamaður um stjörnuskoðun sem komst að snúningshraða 2008 HJ með því að nota Faulkes stjörnukíkinn. Smástirni þetta er aðeins 12x24 metrar að stærð eða svipað og tennisvöllur. Þyngd þess er þó talin ríflega 5.000 tonn.

Snúningshraðinn á 2008 HJ er í samræmi við kenningar en þetta mun fyrsta smástirnið í sólkerfinu þar sem hraðinn mælist minni en mínúta á hvern hring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×