Tvær sýningar frá Ameríku 24. júlí 2008 06:00 Fögur leirlist Keramíkverk frá Níkaragva. Tvær áhugaverðar myndlistarsýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á laugardaginn kemur. Á báðum sýningunum má sjá listaverk frá Ameríku, en þær eru að öðru leyti afar ólíkar innbyrðis. Áhugafólk um myndlist hlýtur að taka því fagnandi að fá tækifæri til þess að berja augum samtímalist frá Vesturheimi, enda straumar og stefnur þar oft á skjön við það sem gerist í Evrópu. Önnur sýninganna býður upp á myndlist eftir Bandaríkjamanninn Creighton Michael, en hin er sýning á keramíkverkum frá Níkaragva. Verk eftir Creighton Michael verða reyndar á tveimur myndlistarsýningum á höfuðborgarsvæðinu næstu vikurnar þar sem auk sýningarinnar í Hafnarborg verður sýning á verkum hans opnuð í StartArt 31. júlí. Creighton Michael vinnur verk sín í ýmsa miðla, en í öllum verkum sínum leggur hann fyrst og fremst áherslu á teikningu. Hann vinnur með liti og þrykk og teiknar á pappír, auk skúlptúrteikninga í ýmis efni. Á sýningunni í Hafnarborg má þannig sjá bæði skúlptúra og grafíkverk. Listamaðurinn býr og starfar í New York, en hann kemur til Íslands til þess að vera viðstaddur opnanirnar hér. Níkaragva er stærsta land Mið-Ameríku og keramík þaðan á sér djúpstæða menningarlega sögu. Nú í fyrsta sinn í sögunni er samtímakeramík frá Níkaragva til sýnis í evrópskum söfnum, en sýningin í Hafnarborg kemur hingað frá Eistlandi og hefur áður verið sýnd í þremur dönskum söfnum. Ýmsir fræðimenn sem rannsakað hafa menningu Níkaragva telja að skrautlegir og fagrir keramíkmunir hafi verið dýrmætasti varningurinn í héraðinu San Juan á öldum áður, líkt og hrafntinna og gull voru í öðrum héruðum. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að fíngert keramík hafi verið notað í trúarlegum tilgangi í Níkaragva og að pottarnir og ílátin frá þessum tíma hafi meðal annars verið notuð við fórnir. Fyrir fimm hundruð árum lögðu Evrópumenn Níkaragva undir sig en með sýningu þessari hafa leirkerasmiðir og listamenn frá Níkaragva hafið sína eigin menningarlegu innrás í Evrópu. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tvær áhugaverðar myndlistarsýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á laugardaginn kemur. Á báðum sýningunum má sjá listaverk frá Ameríku, en þær eru að öðru leyti afar ólíkar innbyrðis. Áhugafólk um myndlist hlýtur að taka því fagnandi að fá tækifæri til þess að berja augum samtímalist frá Vesturheimi, enda straumar og stefnur þar oft á skjön við það sem gerist í Evrópu. Önnur sýninganna býður upp á myndlist eftir Bandaríkjamanninn Creighton Michael, en hin er sýning á keramíkverkum frá Níkaragva. Verk eftir Creighton Michael verða reyndar á tveimur myndlistarsýningum á höfuðborgarsvæðinu næstu vikurnar þar sem auk sýningarinnar í Hafnarborg verður sýning á verkum hans opnuð í StartArt 31. júlí. Creighton Michael vinnur verk sín í ýmsa miðla, en í öllum verkum sínum leggur hann fyrst og fremst áherslu á teikningu. Hann vinnur með liti og þrykk og teiknar á pappír, auk skúlptúrteikninga í ýmis efni. Á sýningunni í Hafnarborg má þannig sjá bæði skúlptúra og grafíkverk. Listamaðurinn býr og starfar í New York, en hann kemur til Íslands til þess að vera viðstaddur opnanirnar hér. Níkaragva er stærsta land Mið-Ameríku og keramík þaðan á sér djúpstæða menningarlega sögu. Nú í fyrsta sinn í sögunni er samtímakeramík frá Níkaragva til sýnis í evrópskum söfnum, en sýningin í Hafnarborg kemur hingað frá Eistlandi og hefur áður verið sýnd í þremur dönskum söfnum. Ýmsir fræðimenn sem rannsakað hafa menningu Níkaragva telja að skrautlegir og fagrir keramíkmunir hafi verið dýrmætasti varningurinn í héraðinu San Juan á öldum áður, líkt og hrafntinna og gull voru í öðrum héruðum. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að fíngert keramík hafi verið notað í trúarlegum tilgangi í Níkaragva og að pottarnir og ílátin frá þessum tíma hafi meðal annars verið notuð við fórnir. Fyrir fimm hundruð árum lögðu Evrópumenn Níkaragva undir sig en með sýningu þessari hafa leirkerasmiðir og listamenn frá Níkaragva hafið sína eigin menningarlegu innrás í Evrópu. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira