Klúður Ferrari reyndist happ Hamiltons 29. september 2008 00:17 Lewis Hamilton jók forskot sitt í stigamótinu í Singapúr í gær úr einu stigi í sjö. mynd: Getty Images Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu. Fyrst tapaði Massa af mögulegum sigri, þegar þjónustumaður gerði mistök og sendi Massa af stað úr þjónustuhléi án þess að bensínáfyllingu væri lokið. Ferrari notar eitt liða ljósabúnað í þjónusuhléum, en önnur lið eru með mann á skilti sem lyftir því upp þegar hléi er lokið. Massa óð af stað í veg fyrir annan ökumann með bensínslönguna fasta við bílinn. Hann fékk refsingu og átti í sér aldrei viðreisnar von, enda kominn í neðsta sætið hvort sem er. Næstu mistök Ferrari manna voru undir lok mótsins þegar Kimi Raikkönen keyrði á vegg þegar fjórir hringir voru eftir og féll úr leik. Ferrari menn voru því sjálfum sér verstir í þessu móti. Hvorugur ökumaður fékk stig í stigakeppni ökumanna og McLaren náði forystu í stigakeppni bílasmiða. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og fékk 6 dýrmæt stig í kapphlaupinu við Massa í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW náði heldur ekki stig og þar með virðast Hamilton og Massa líklegastir til að berjast um titilinn. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Hamilton er með sjö stig á Massa og þeir eiga eftir að keppa í Japan, Kína og Brasilíu. Í fyrra glopraði Hamilton niður 17 stiga forskoti á Raikkönen í tveimur síðustu mótunum og tapaði titlinum með eins stigs mun. En Hamilton hefur trúlega lært af reynslunni og sætti sig við þriðja sætið í mótinu í gær. Sú ákvörðun gæti verið stórt skref í átt að fyrsta titli Hamiltons. Stigastaðan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu. Fyrst tapaði Massa af mögulegum sigri, þegar þjónustumaður gerði mistök og sendi Massa af stað úr þjónustuhléi án þess að bensínáfyllingu væri lokið. Ferrari notar eitt liða ljósabúnað í þjónusuhléum, en önnur lið eru með mann á skilti sem lyftir því upp þegar hléi er lokið. Massa óð af stað í veg fyrir annan ökumann með bensínslönguna fasta við bílinn. Hann fékk refsingu og átti í sér aldrei viðreisnar von, enda kominn í neðsta sætið hvort sem er. Næstu mistök Ferrari manna voru undir lok mótsins þegar Kimi Raikkönen keyrði á vegg þegar fjórir hringir voru eftir og féll úr leik. Ferrari menn voru því sjálfum sér verstir í þessu móti. Hvorugur ökumaður fékk stig í stigakeppni ökumanna og McLaren náði forystu í stigakeppni bílasmiða. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og fékk 6 dýrmæt stig í kapphlaupinu við Massa í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW náði heldur ekki stig og þar með virðast Hamilton og Massa líklegastir til að berjast um titilinn. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Hamilton er með sjö stig á Massa og þeir eiga eftir að keppa í Japan, Kína og Brasilíu. Í fyrra glopraði Hamilton niður 17 stiga forskoti á Raikkönen í tveimur síðustu mótunum og tapaði titlinum með eins stigs mun. En Hamilton hefur trúlega lært af reynslunni og sætti sig við þriðja sætið í mótinu í gær. Sú ákvörðun gæti verið stórt skref í átt að fyrsta titli Hamiltons. Stigastaðan
Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira