Terry stólar á Ancelotti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2009 11:15 John Terry í leik með Chelsea gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Nordic Photos / Getty Images John Terry segir að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Chelsea komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þá fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin er sérstaklega minnistæð fyrir Terry en hann misnotaði sína spyrnu í keppninni. Hann hefði getað tryggt Chelsea titilinn. „Það sem við þurftum að ganga í gegnum var mjög sárt og er enn," sagði Terry í samtali við enska fjölmiðla. „Það er þess vegna sem það er svona mikilvægt að halda kjarna liðsins saman." „Við höfum mátt upplifa margar erfiðar stundir saman. Það hafa líka verið góðar stundir en þær slæmu munu lifa að eilífu. Það er eitthvað sem ég vil fá tækifæri til að bæta fyrir." Hann sagði einnig að Ancelotti hafi reynsluna sem til þurfi en hann varð tvívegis Evrópumeistari sem knattspyrnustjóri AC Milan. „Ítalskir knattspyrnustjórar eru mjög góðir í að skipuleggja leikstíl liða sinna. Við verjumst mjög vel og vinnum saman sem ein liðsheild. Það sama má segja um lið Milan undanfarin ár. Það vita allir hvað þeir eiga að gera," sagði Terry. „Við vitum vel að það verður erfitt að brjóta okkur á bak aftur og miðað við þá öflugu sóknarmenn sem við erum með mun okkur alltaf takast að skora mörk." „Carlo er mjög góður maður og veit nákvæmlega hvað leikmenn þurfa. Það er lykillinn að þeirri velgengni sem við þráum." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
John Terry segir að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Chelsea komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þá fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppnin er sérstaklega minnistæð fyrir Terry en hann misnotaði sína spyrnu í keppninni. Hann hefði getað tryggt Chelsea titilinn. „Það sem við þurftum að ganga í gegnum var mjög sárt og er enn," sagði Terry í samtali við enska fjölmiðla. „Það er þess vegna sem það er svona mikilvægt að halda kjarna liðsins saman." „Við höfum mátt upplifa margar erfiðar stundir saman. Það hafa líka verið góðar stundir en þær slæmu munu lifa að eilífu. Það er eitthvað sem ég vil fá tækifæri til að bæta fyrir." Hann sagði einnig að Ancelotti hafi reynsluna sem til þurfi en hann varð tvívegis Evrópumeistari sem knattspyrnustjóri AC Milan. „Ítalskir knattspyrnustjórar eru mjög góðir í að skipuleggja leikstíl liða sinna. Við verjumst mjög vel og vinnum saman sem ein liðsheild. Það sama má segja um lið Milan undanfarin ár. Það vita allir hvað þeir eiga að gera," sagði Terry. „Við vitum vel að það verður erfitt að brjóta okkur á bak aftur og miðað við þá öflugu sóknarmenn sem við erum með mun okkur alltaf takast að skora mörk." „Carlo er mjög góður maður og veit nákvæmlega hvað leikmenn þurfa. Það er lykillinn að þeirri velgengni sem við þráum."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira