Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum 24. apríl 2009 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum. Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16
Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43