Telur það ekki hafa verið mistök að senda bréfin Höskuldur Kári Schram skrifar 24. október 2009 18:24 Forseti Íslands segir að það hafi ekki verið mistök að senda bréf til stuðnings íslenskum fjármálafyrirtækjum á sínum tíma. Hann segir að margir hafi reynt að gera bréfin, sem Rannsóknarnefnd alþingis hefur nú til skoðunar, tortryggileg. Forsetinn birti í morgun átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú til skoðunar. Forsetinn segir að þetta sé gert til að draga úr tortryggni í málinu. „Þetta eru óvenjulegir tímar. Það er mikil krafa í þjóðfélaginu að hlutirnir séu uppi á borðinu. Það er nauðsynlegt að eyða tortryggni og þeim fræjum sem menn hafa reynt að sá af því tagi og ég taldi mig ganga eins langt og ég get gengið án þess að skerða eða brjóta þær reglur sem gilda í samskiptum ríkja," segir Ólafur. Um er að ræða meðal annars bréf til Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna um orkumál og til Björgólfs Thors Björgólfssonar, frá árinu 2002, en Björgólfur var þá kjörræðismaður Íslands í Pétursborg í Rússlandi. Í bréfinu þakkar forsetinn Björgólfi fyrir veitta aðstoða í tengslum við heimsókn forsetans til Rússlands. Níu bréf eru enn óbirt en þar er um að ræða bréf til þjóðhöfðingja og annarra æðstu forráðamanna ríkja sem enn eru í embætti. Forsetinn segir það ekki hafa verið mistök að senda bréfin á sínum tíma. „Nei það tel ég alls ekki vera. ég tel ekkert í þessum bréfum sem er óeðlilegt eða með einhverjum hætti sem er ekki sæmandi," segir Ólafur Ragnar. Forsetinn segist ekki vita hvort málið hafi skaðað trúverðugleika forsetaembættisins. „Ég veit það nú svo sem ekki. En það hefur orðið ýmsum sem gjarnan hafa viljað dansa þann dans tilefni til þess að sá allskonar tortryggni og vera með getsakir og svo framvegis," segir Ólafur Ragnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Forseti Íslands segir að það hafi ekki verið mistök að senda bréf til stuðnings íslenskum fjármálafyrirtækjum á sínum tíma. Hann segir að margir hafi reynt að gera bréfin, sem Rannsóknarnefnd alþingis hefur nú til skoðunar, tortryggileg. Forsetinn birti í morgun átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú til skoðunar. Forsetinn segir að þetta sé gert til að draga úr tortryggni í málinu. „Þetta eru óvenjulegir tímar. Það er mikil krafa í þjóðfélaginu að hlutirnir séu uppi á borðinu. Það er nauðsynlegt að eyða tortryggni og þeim fræjum sem menn hafa reynt að sá af því tagi og ég taldi mig ganga eins langt og ég get gengið án þess að skerða eða brjóta þær reglur sem gilda í samskiptum ríkja," segir Ólafur. Um er að ræða meðal annars bréf til Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna um orkumál og til Björgólfs Thors Björgólfssonar, frá árinu 2002, en Björgólfur var þá kjörræðismaður Íslands í Pétursborg í Rússlandi. Í bréfinu þakkar forsetinn Björgólfi fyrir veitta aðstoða í tengslum við heimsókn forsetans til Rússlands. Níu bréf eru enn óbirt en þar er um að ræða bréf til þjóðhöfðingja og annarra æðstu forráðamanna ríkja sem enn eru í embætti. Forsetinn segir það ekki hafa verið mistök að senda bréfin á sínum tíma. „Nei það tel ég alls ekki vera. ég tel ekkert í þessum bréfum sem er óeðlilegt eða með einhverjum hætti sem er ekki sæmandi," segir Ólafur Ragnar. Forsetinn segist ekki vita hvort málið hafi skaðað trúverðugleika forsetaembættisins. „Ég veit það nú svo sem ekki. En það hefur orðið ýmsum sem gjarnan hafa viljað dansa þann dans tilefni til þess að sá allskonar tortryggni og vera með getsakir og svo framvegis," segir Ólafur Ragnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira