Handbolti

Sigurbergur: Það kemur bara maður í manns stað

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson.

Það var ekki að sjá að Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson hafi verið að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum í undankeppni stórmóts en hann lét mikið af sér kveða bæði gegn Norðmönnum og svo Makedónum.

„Ég reyndi bara að passa mig á því að spennustigið væri rétt og koma ákveðinn inn í þetta þegar ég fengi mitt tækifæri og það gekk bara ágætlega upp og virtist virka ljómandi vel. Við náðum annars bara að keyra yfir þá hérna í kvöld," segir Sigurbergur.

Sigurbergur segir móralinn í liðinu vera frábæran og það hjálpi vissulega til við að slípa liðið saman þegar nýjir menn eru að koma inn.

„Miðað við leikina á móti Noregi og Makedóníu má vissulega segja að það sé komin fín breidd í íslenska liðið. Það kemur bara maður í manns stað og það eru alltaf einhverjir til í að stíga fram og leysa hvern sem er af hólmi. Það er jákvætt. Nú þurfum við bara að klára síðasta leikinn og gera allt okkar til þess að sjá til þess að við náum fyrsta sætinu í riðlinum, það getur skipt sköpum upp á framhaldið að gera," segir Sigurbergur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×